Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga flutt
Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga flutt
Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga hefur verið flutt frá Hafnarbrú 3 að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Síminn þar er 483 1082 og netfang info@byggdasafn.is. Síminn hjá Lýði Pálssyni safnstjóra er 891 7766 og netfang lydurp@byggdasafn.is.
Samhliða flutningi skrifstofunnar er um þessar mundir unnið að flutningi safnkostsins úr Hafnarbrúnni í Búðarstíginn. Lýkur því verki í septemberlok. Er nýja varðveisluaðstaðan hin glæsilegasta og aðgengi og aðbúnaður að safngripum framúrskarandi. Hafnarbrú 3 sem safnið hefur nýtt frá 2002 hefur verið selt og verður ekki lengur notuð í þágu safnastarfseminnar.
Í Búðarstíg 22 er jafnframt 100 fm salur sem nýtist til sýningahalds og útleigu fyrir mannfagnaði og fundi. Búðarstígur 22, sem fyrst nefndist Einarshöfn en síðar Alpan-húsið, er 1700 fm að stærð og rúmar mjög vel alla innri aðstöðu Byggðasafns Árnesinga.