Sænsk kvikmynd tekin við Húsið

júl 31, 2012

IMG_4118Í gær var unnið að tökum á sænsku kvikmyndinni Hemma við Húsið á Eyrarbakka. Leikstjórinn og leikmyndahönnuðurinn féllu fyrir garðinum fyrir framan Húsið og óskuðu eftir að fá að taka þar upp senur sem gerast eiga í tveimur erfidrykkjum. Var því sænska þjóðfánanum flaggað í hálfa stöng.

Sænska kvikmyndin Hemma er tekin að mestu leyti upp á Eyrarbakka. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð undafarna tvo áratugi. Fjallar myndin um ferð stúlku til ömmu sinnar í þorp úti á landi, þar sem hún m.a. uppgötvar ástina.

 

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á tökustað í gær 30. júlí. Aðalleikarar myndarinnar eru sænskir en einnig má þar bregða fyrir kunnulegum andlitum eins og sr. Kristni Ágúst Friðfinnssyni sóknarpresti á Selfossi, Óla Th. og Gyðu, Heiðdísi Gunnarsdóttur, Ernu Ragnarsdóttur og fleirum. Fjöldi Eyrbekkinga hefur komið að undirbúningi myndatökunnar en framleiðslu myndarinnar fylgja talsverð umsvif. Tökur standa til 21. ágúst.  Upptökum við Húsið er lokið og hafa ekki áhrif á starfsemi safnsins.