Rjómabúið á Baugsstöðum

Rjómabúið á Baugsstöðum

01/07/2023

Rjómabúið á Baugsstöðum er opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst kl. 13-18 og er opið í dag 1. júlí. Þetta er einn mesti dýrgripur safnaflórunnar á Íslandi. Það tók til starfa árið 1905 og þar voru framleidd smjör og ostar til 1952. Í dag er það safn um sjálft sig, sögu rjómabúa og með upprunalegum tækjum sem eru gangsett fyrir gesti. Verið velkomin! Rjómabúið á Baugsstöðum er skammt austan Stokkseyrar, nálægt Knarrarósvita.