Páskaopnun 2025
Páskaopnun 2025

PÁSKAOPNUN 12.- 21. apríl – opið kl. 13.00- 17.00
Hægt er að njóta þess að koma í ljúfa heimsókn á Byggðasafn Árnesinga yfir páskahátíðina. Í borðstofu Hússins er kraftmikil sýning á áróðursspjöldum unnum af nemendum í Fjölbrautaskóla Suðurlands, gestir geta líka málað hænuegg í gamla fjárhúsinu eða prílað upp á háaloft og sogið í sig andrúm liðins tíma. Almennur aðgangseyrir gildir og hver miði gildir sem árskort. Börn í fylgd með fullorðnum og unglingar fá frítt inn. Heitt á könnunni! Verið velkomin!