Opið alla daga í sumar!

Opið alla daga í sumar!

31/05/2020

Söfnin á Eyrarbakka hafa opnað að nýju eftir heimsfaraldur. Þau eru opin alla daga kl. 11 til 18 og eftir samkomulagi. Í ljósi aðstæðna verður ekki boðið upp á viðburði og auglýstar opnanir á sýningar í sumar. Jónsmessuhátíð Eyrbekkinga fellur niður. Sumarsýning opnar um miðjan júní og verður hún kynnt þegar nær dregur.

Hvernig væri að leggja leið sína á Eyrarbakka og heimsækja söfnin? Húsið, með fjölbreyttum sýningum Byggðasafns Árnesinga, er heillandi og sögufrægt kaupmannsheimili þar sem sögð er meira en 200 ára saga verslunar og menningar. Sjóminjasafnið hýsir hið merka áraskip Farsæl og undraveröld fugla og eggja er í Eggjaskúrnum. Í litla almúgahúsinu Kirkjubæ er sýning um byltingatímana þegar rafljós komu í hús og fólk eignaðist útvarp og gúmmístígvél.

Ratleikur í boði fyrir fjölskylduna. Gestir geta skoðað söfnin í ró og næði og orðið margs vísari um söguna. Kaffi á könnunni í eldhúsi Hússins. Sjón er sögu ríkari!