Nýir starfsmenn

feb 11, 2013

Inga Hlín Valdimarsdóttir fornleifafræðingur og Jón Tryggvi Unnarsson hafa tekið til starfa við Byggðasafn Árnesinga.

Tímabundin staða safnvarðar var auglýst skömmu fyrir áramót og bárust 19 umsóknir. Úr hópi umsækjenda ráðin Inga Hlín Valdimarsdóttir fornleifafræðingur.  Jafnframt hefur Jón Tryggvi Unnarsson verið ráðinn í 80% stöðu til 8 mánaða í gegnum samning við Vinnumálastofnun. Verkefni þeirra við safnið eru fjölbreytt en um þessar mundir er kastljósinu beint að skráningu og tiltekt í geymslum.  Í sumar munu þau sitja vaktir í Húsinu og Sjóminjasafninu.  Þau eru boðin velkomin til starfa.

Linda Ásdísardóttir safnvörður er í námsleyfi allt þetta ár.  Safnstjóri sem áður er Lýður Pálsson.

Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af safnstjóra af þeim Jóni Tryggva og Ingu Hlín að störfum í þjónustuhúsi að Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka.