Lóur syngja í Húsinu
Lóur syngja í Húsinu

Sönghópinn Lóur skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist. Þær munu syngja nokkur jólalög sem þær hafa æft og er Christmas carols stemming ríkjandi.
Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina. Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins. Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.
Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.