Kynningarfundur í Húsinu: Ferð á slóðir Vesturheimsfara

sep 2, 2012

hsFyrirhuguð er ferð á slóðir Vesturheimsfara næsta vor og verður kynningarfundur haldinn laugardaginn 22. september kl. 14 í Húsinu á Eyrarbakka.

Landnám í Vesturheimi – upphaf Vesturfaratímabilsins 1870

Svonefnt Vesturfaratímabil hófst á Íslandi árið 1870 og því lauk 1914. Á hverju ári tímabilsins fóru Íslendingar vestur um haf. Talið er að um 15 þúsund Íslendingar hafi flutt til Vesturheims. Upphaf vesturferðanna má rekja til Eyrarbakka. Þaðan fóru fyrstu vesturfararnir 1870 og segja má að þeir hafi mótað nokkuð stefnuna fyrstu árin. Ákvörðun þeirra að fara til Wisconsin í Bandaríkjunum leiddi fleiri á sömu slóðir.

Kynningarfundur

Bændaferðir og Þjóðræknisfélag Íslendinga undibúa ferð næsta vor á þessar slóðir og hefst undirbúningurinn með sérstöku námskeiði í október. Jónas Þór hjá Bændaferðum kynnir námskeiðið og fyrirhugaða ferð í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 22. september kl. 14:00. Öllum heimill ókeypis aðgangur.