Kátir, hressir og klárir krakkar frá Menntaskólanum við Laugarvatn
Kátir, hressir og klárir krakkar frá Menntaskólanum við Laugarvatn

Napran dag í nóvember mættu vaskir nemendur sem leggja stund á skapandi skrif í menntaskólanum, í Byggðasafn Árnesinga. Þau voru að reka smiðshöggið á glæsilega menningarferð með kennara sínum Elínu Unu Jónsdóttur. Þau höfðu sannarlega gert víðreist og farið frá Laugarvatni árla, ekið inn í Mosfellsdal þaðan til Reykjavíkur og síðan lá leið þeirra um Þrengslin og á Eyrarbakka þar sem þau sóttu heim Konubókastofu og safnið.

Þar sem stórhuga fólk var á ferð fengu þau í upphafi stutta kynningu en síðan leystu þau verkefni í stíl við þeirra viðfangsefni sem þau unnu í hópum á safninu sjálfu. Í stuttu máli má segja að þau hafi leyst verkefni sín með sóma og afrakstur þeirra var stórskemmtilegur. Í hópnum eru örugglega upprennandi skáld og höfundar. Það er að minnsta kosti víst að þarna voru á ferð afar efnileg ungmenni sem voru sér og skóla sínum til sóma!
