Hveitipokasýning framlengd
Hveitipokasýning framlengd
Vegna mikillar aðsóknar hefur sýningin Hveitipoki verður kjóllverið framlengd til aprílloka. Opið verður á laugardögum og sunnudögum út apríl kl. 14 til 17. Einnig geta hópar og skólar skoðað sýninguna eftir umtali. Sjá nánarhttps://byggdasafn.is/safnid/frettir/hveitipoki-verdur-kjoll. Á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin er á sýningunni eru Linda Ásdísardóttir safnvörður og Hildur Hákonardóttir vefari á sýningunni en þær settu hana upp. Linda klæðist hveitipokakjól eftir Helgu Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri en Hildur er í mussu eftir systurdóttur Helgu, Valgerði K. Sigurðardóttur.