Húsið á Eyrarbakka 250 ára – dagskrá afmælissamkomu

Húsið á Eyrarbakka 250 ára – dagskrá afmælissamkomu

07/08/2015

Dagskrá 250 ára afmælishátíðar Hússins á Eyrarbakka sunnudaginn 9. ágúst 2015. Dagskráin hefst kl. 14. IMG_3798_799_800_tonemapped

(Gestir í stássstofunni og bláu stofunni)

Kynnir og stjórnandi dagskrár Lýður Pálsson safnstjóri.

Tónlist. Vals-æfing, útsett af Guðmundu Nielsen. Jón Sigurðsson, píanó.

Ávarp safnstjóra. Býður gesti velkomna.

Stiklur um fyrstu öldina í sögu Hússins á Eyrarbakka. Lýður Pálsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

Sylvía og Guðmundar Thorgrímsen og niðjar þeirra sem bjuggu í Húsinu 1847-1930. Mælt mál og tónlist. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson.

Nokkur orð um þau straumhvörf sem urðu í verslun á 3. Áratugnum. Lýður Pálsson.

Háteigshjónin. Halldór Blöndal rekur sögu Ragnhildar og Halldórs í Háteigi en þau kaupa Húsið 1932.

„Húsið“ ljóð eftir Guðmund Daníelsson. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson flytur.

Tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur sérstaklega samin fyrir Húsið á Eyrarbakka. Flytjendur: Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Bryndís Björgvinsdóttir selló og Jón Sigurðsson píanó.

Að alast upp í Húsinu. Guðmundur Ármann Pétursson. Foreldrar hans keyptu Húsið og verður greint frá því hvernig var að alast upp í Húsinu á Eyrarbakka.

Kveðja frá Þjóðminjasafni Íslands. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur ávarp.

Ávarp fulltrúa Héraðsnefndar Árnesinga: Ari Thorarensen formaður.

Tónlist Lækurinn eftir Guðmundu Nielsen útsett af Elínu Gunnlaugsdóttur. Píanó Jón Sigurðsson, fiðla Hildigunnur Halldórsdóttir, selló Bryndís Björgvinsdóttir og söngur Hlín Pétursdóttir.

Arna Ír Gunnarsdóttir formaður fagráðs Byggðasafns Árnesinga slítur dagskránni og býður gestum upp á tertu og aðrar veitingar í borðstofu og eldhúsi.

Eftir að dagskrá lýkur og meðan á kaffiveitingum stendur mun Hlín Pétursdóttir syngja þrjú lög eftir Pál Ísólfsson við píanóleik Jóns Sigurðssonar.

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.