Fróðleg, endurnærandi og stórskemmtileg fjölskyldustund

des 8, 2020

Mæðgurnar, Eva María Jónsdóttir og Sigríður Sigurpálsdóttir Scheving, sögðu frá hinum gömlu og gráglettnu jólum í streymi á Byggðasafni Árnesinga sl. sunnudag. Stundin var ljúf, fræðandi og verulega skemmtileg. Mæðgurnar töfruðu fram hina ýmsu jólaþræði fortíðar í sameiningu. Allt frá dögunum hundrað sem nauðsynlegir þóttu til jólaundirbúnings til hættunnar á því að sjá dingulfót fyrir utan gluggann á sjálfa jólanóttina. Jólastundin er aðgengileg hér fyrir neðan.

Facebook