ENDUR(Á)LIT unga fólksins

ENDUR(Á)LIT unga fólksins

07/04/2025

Sýningin ENDUR(Á)LIT opnar laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýningunni eru áróðursveggspjöld, unnin af öflugum nemendahóp í grafískri miðlun í Fjölbrautaskóla Suðurlands en kennari þeirra er Ágústa Ragnarsdóttir. Ferskar hugmyndir og orka endurspeglast í verkum unga fólksins. Veitingar í boði á opnun. Verið öll velkomin!

Safnið er opið um páskana alla daga frá 12. til  22. apríl kl. 13-17. Sýningin mun standa fram í maí.