Ljúf og notaleg jóladagskrá í Byggðasafni Árnesinga

Nov 17, 2023

Advent is always festive at Húsin á Eyrarbakki, where the Christmas spirit reigns and talented people come to visit with book readings and sweet music. Visitors enjoy viewing our Christmas display, participating in a Christmas game and sitting down to make a mouse ladder. In the museum shop, the love ball of the Paralympic and Disabled Foundation's charity will be for sale, and all proceeds from the sale will go to work for the benefit of disabled children and young people. The museum's Christmas exhibition opens in Húsin á Eyrarbakki on Sunday, November 26, and will then be open for the next two weekends.  

Safnið er opið fyrir hópa eftir samkomulagi allt árið. Hægt er að panta séropnun með tölvupósti á info@byggdasafn.is eða í síma 483 1504 /483 1082.

Dagskrá:

Jólasýning

Jólasýning safnsins verður opin kl. 13 – 17 sunnudaginn  26. nóv. og helgarnar 2.-3. des. og 9.-10. des. Aðgangur ókeypis og opin músastigasmiðja alla daga. Meðal sýningagripa er spýtujólatré frá Hruna sem talið er elsta varðveitta jólatré landsins.

Skáldastund

Sunnudaginn 26. nóvember, kl. 16, lesa rithöfundar úr nýútkomnum verkum sínum í stássstofunni. Í ár heimsækja Húsið þau Jónína Óskarsdóttir, Lilja Árnadóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Ófeigur Sigurðsson og Sölvi Björn Sigurðsson.

Stofutónleikar

Sunnudaginn 3. desember, kl. 17, verða töfrandi stofutónleikar með Kiru Kiru í stássstofu Hússins. Jólaglugginn afhjúpaður og nýr bókstafur í jólaleiknum birtist.

Barnabókastund

Sunnudaginn 10. desember, kl. 16, munu Stjörnu-Sævar og Örn Árnason, afi allra landsmanna, leiða saman hesta sína. Það verður án efa líf og fjör!

Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.