Dagskrá Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka 2021

jún 23, 2021

Haldin verður Jónssmessuhátíð á Eyrarbakka dagana 25.-26. júní. Þetta er fjölskylduvæn hátíð og margt til skemmtunar. Dagskráin er hér að neðan:

Fimmtudagur 24.júní

Skreytingardagur | Hvetjum til götugrills og almenns sprells

Föstudagur 25. júní

Kl. 17:00 Jónsmessubolti UMFE | Brennubolti
Í ár verður keppt í brennubolta, skráning liða á staðnum. Mæting við Barnaskólann á Eyrarbakka. Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Grillaðar pylsur og drykkir í boði að keppni lokinni. Rauðaliðið hreppti farandsbikarinn síðast, hver verður sigurvegarinn í ár?

Kl. 20:00 – 21:00 Samsöngur í Húsinu  -FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA
Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.  FRESTAÐ.

Opið á Rauðabarnum til kl. 00:00

Laugardagur 26.júní

Kl. 11:00 Jóga | Helga Guðný Jónsdóttir
Mæting á bryggju verður tekið mið af flóð og fjöru. Róleg jógastund í gullströndinni við sjávarniðinn

Kl. 10:00 – 20:00 Verslunin Bakkinn | Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn 

Kl. 11.00 – 18.00 Söfnin á Eyrarbakka
Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ, ókeypis aðgangur í öll safnhúsin. Sýningin Missir verður í borðstofu Hússins. 

Kl. 12:00 Leikhópurinn Vinir við Sjóminjasafnið
Leikhópurinn Vinir skemmtir ungum sem öldnum með leiksýningunni Ævintýrið

Kl. 12:00 – 15:00 Kofar á bílastæði Rauða hússins og Byggðasafnsins 
Árgangur 2006 við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri munu vera með kleinur, kaffi og safa til sölu. Fjáröflun fyrir útskriftarferð 2022

Kl 12:00 – 16:00 Markaðstjald, Bílskúrssala og skottsala
Markaðstjald og bílskúrsölur verða á Túngötu 50 og Hjallavegi 2 og 3. Öllum frjálst að koma og vera með skottsölu á planinu milli sjoppunnar of gamla frystihúsins

Kl. 12:00 – 16:00 Leiktæki frá Skátalandi á Garðstúni

Kl. 13:00 Sirkus Íslands í garði Hússins

Kl. 13:00 – 15:00 Brunavarnir Árnessýslu | Bílastæðið við sjóminjasafnið

Kl. 13:30 – 15:30 Sætaferðir bjóðast á hestvagni
Sætaferðir á hestvagni stuttan spöl um Eyrarbakka bjóðast frá Sjóminjasafninu

Kl. 14:00 – 16:00 Kjötsúpa
Rauðahúsið mun matreiða íslenska kjötsúpu. Frítt fyrir þá sem mæta með eigin ílát

Kl. 14:00 – 15:00 Þrautabraut

Kl. 14:00 Slökkvibíllinn og Fergussoninn hans Óla í Mundakoti | Verða á ferðinni um þorpið og í framhaldi til sýnis við Kirkjutorg

Kl. 15:30 Bassi Maraj verður með tónlistaratriði 

Kl. 20:00 Jónsmessubrenna – ATH BREYTT TÍMASETNING 
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Guðmundur Ármann samkomugesti. Söngur, glens og gaman að hætti Eyrbekkinga.
Setning/kynning | Charlotte Sigrid á Kósini
Hátíðarræða | Guðmundur Ármann
Elín Karlsdóttir flytur lagið Galaxy
Brynjar Örn Sigurðsson tendrar brennuna
Gunnar Geir leiðir söng

Kl. 22:00 – 00:00 Kjallarinn á Rauða Húsinu
Fjörið heldur áfram að venju fram eftir kvöldi í Kjallaranum á Rauða. Aldurstakmark 18 ára

Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 24. til 26. júní 2021.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu, Versluninni Bakkanum og Southdoor.

Nánar á Facebooksíðu Jónsmessuhátíðar Eyrarbakka