Blómlegt vor á safni

apr 17, 2023

Framundan er löng helgi á safninu og nóg um að vera. Vorið er komið og sannkölluð blómaparadís verður í fjárhúsi safnsins. Þar fá safngestir að setja fingur í mold og sá sumarblómum. Í Kirkjubæ verður póstkortasmiðja og gefst gestum tækifæri til að setjast niður, hugsa til vina og ættingja, skrifa póstkort sem við á safninu póstleggjum!

Allt efni er á staðnum. Smiðjurnar eru sjálfbærar og opnar á sama tíma og safnið!

Sýningin „Drengurinn, fjöllin og Húsið“ um æsku og mótunarár Ásgríms Jónssonar listmálara er í Húsinu. Einnig er Eggjaskúrinn og Kirkjubær opinn.

Opið á sumardaginn fyrsta, föstudag, laugardag og sunnudag klukkan 13-17.