Bækur og bakkelsi – sýningarlok
Bækur og bakkelsi – sýningarlok
Á sýningunni Bækur og bakkelsi eru handskrifaðar uppskriftarbækur í aðalhlutverki. Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Einnig er saga baksturs rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi er skoðuð. Uppskriftirnar á sýningunni voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana. Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga sem varðveitir einnig uppskriftabækurnar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands
