Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2014
Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2014
9. ágúst 2014
08:30 Flöggun
11:00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.
11:00 -18:00 Húsið og Sjóminjasafnið. Aldamótatilboð, aðeins 500 kr. í aðgangseyri þennan dag. Í Eggjaskúrnum verður Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni með vatnslitamyndir af gömlu húsunum.
Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.
11:00-17:00 Laugabúð Gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf á aldamótahátíðinni.
12:10 Setning Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra svo vel að ganga til kjötsúpu.
13:00 Pútnahúsið opnar á Stað Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppnihænsnfugla sem fram fer síðdegis.
13:00- 17:00 VESTURBÚÐIN ??Eitthvað til sölu??
13:00- 17:00 Opin Garðurinn í Hlíðskjálf að Túngötu 57 „KERAMIK-Listsýning og kaffisopi.
13:00- 17:00 Gallerí-Regína Regína með málverkasýningu og handverk á Stórasviðinu á STAÐ og Pönnukökur.
13:00 -17:00 Eyrarbakkakirkja verður opin. Leiðsögn verður og saga kirkjunnar á klukkutíma fresti.
13:00-17:00 Föndur-Hornið Ríkharður Gústafsson bíður heim að Háeyrarvegi 1.
14:00 Kirkjubær – Byggðasafn Árnesinga Kúmenfrúin býður í heimsókn í Kirkjubæ. Gestir fá stutta fræðslu um kúmen og gæða sér á kúmenkrydduðu góðgæti. Frítt
15:00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu ,sem söluvöru og einig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900.
16:30 Heyannir með fyrritímaverkfærum og bundin verður sáta. Getraun í gangi: Hvert er samheiti á orfi og ljá.Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu.Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.
17:00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað.Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfuglasem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.
17:30 Húsið – Byggðasafn Árnesinga Uni og Jón Tryggvi bjóða upp á ljúfa tóna í stássstofu Hússins. Frítt.
18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillaður verður svín,kindur, kanínur og fleira góðgæti.
22:00 – 02:00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit húsins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.
Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.is – www.husid.com – www.raudahusid.is – www.eyrarbakki.is og á www.arborg.is .