Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012

ágú 1, 2012

aldamot2011Til að heiðra blómaskeið Eyrarbakka á áratugunum í kringum aldamótin 1900 hafa Bakkamenn boðið til aldamótahátíðar undanfarin sumur. Að þessu sinni er hún haldin helgina 10. til 12. ágúst og verður margt gert til að minna á gamla tímann.  Thomsen-bíllinn, gamla sparidressið, gömlu dansarnir, íslenska kjötsúpan, fegurðarsamkeppni húsdýra, engjakaffi, bundin sátan, skottmarkaður og heiðursflug dúfna er meðal þess sem verður í boði.  Allir velkomnir. Aldamótatilboð á öllum viðkomustöðum, næg tjaldstæði.  Sjá nánar hér: Aldamtaht 2012