Fjögur brúðkaup á árinu í Húsinu
Fjögur brúðkaup á árinu í Húsinu
Fjögur pör hafa látið gefa sig saman í stássstofu Hússins á Eyrarbakka á síðustu mánuðum. Umhverfi stofunnar hentar vel til brúðkaupa en þessi áhugi á að nýta stofuna í þessum góða tilgangi hefur komið starfsmönnum safnsins skemmtilega á óvart.
Þann 29. desember 2016 gaf löglærður fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi par frá Munchen í Þýskalandi saman í stofunni og voru þau brautryðjendur að því sem síðar kom.
Þann 10. maí 2017 kom aðgerðastjóri frá Siðmennt í Húsið og gaf saman brúðhjón frá Florída í Bandaríkjunum. Ferðaskrifstofan Pink Iceland hafði samband við safnið og skipulagði brúðkaupið.
Aðgerðastjóri frá Siðmennt gaf par frá Kanada og Svíþjóð saman í stássstofunni þann 29. júní. Ferðaskrifstofan Pink Iceland skipulagði brúðkaupið.
Þann 18. júlí gaf löglærður fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi par frá Stuttgart í Þýskalandi saman í stofunni og voru fjölmargir vinir og ættingjar brúðhjónanna viðstödd.
Ekkert er eins fallegt og brúðkaup í Húsinu á Eyrarbakka. Það er vonandi að áframhald verði á því í Húsinu því að umgjörð þess býður upp á það.
Sjá nánar á Facebook síðunni Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í brúðkaupunum.