Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017 – kjólakaffi í Húsinu
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017 – kjólakaffi í Húsinu
Að venju verður haldin Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka þegar sólin er sem hæst á lofti laugardaginn 24. júní 2017. Dagskráin er fjölbreytt og meðal atburða í söfnunum er Kjólakaffi að hætti Auðbjargar Guðmundsdóttur í Húsinu um morguninn og almennur söngur undir stjórn Heimis Guðmundssonar um kvöldið.
Dagskrá:
9:00 | Fánar dregnir að húni við upphaf 19. Jónsmessuhátíðarinnar
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitum og bjóða gesti velkomna. Björgunarsv. Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka. |
||
9:00–21:00 | Verslunin Bakki við Eyrargötu
Verslunin opin allan daginn og fram á kvöld. Börnin fá ís um miðbik dagsins. Óvænt uppákoma um miðjan dag. |
||
9:30–11:00 | Morgunstund í Hallskoti
Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum og býður upp á hressingu. |
||
10:00–11:30 | Kjólakaffi með Aubý í Húsinu
Gestir mæta í kjólum eða kjólfötum og þiggja frúarkaffi í stássstofu með fyrrum húsfreyju Hússins, Auðbjörgu Guðmundsdóttur. |
||
10:30–17:00 | Laugabúð við Eyrargötu
Einstakur bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru tilboðsverði. Spjall í búðinni allan daginn. |
||
11:00–22:00 | Rauða húsið á Eyrarbakka
Rauða húsið er opið allan daginn og þar er boðið upp á ókeypis eftirrétt með öllum aðalréttum á matseðli. |
||
11:00–18:00 | Söfnin á Eyrarbakka
Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er sýningin Kjólar. Ókeypis aðgangur. |
||
11::00 | Unga kynslóðin skemmtir sér
Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu og Lilli litli heilsar upp á alla gömlu góðu vinina sína á Eyrarbakka. Boðið upp á hressingu. Hestar teymdir undir börnum á Garðstúninu í boði Bakkahesta. |
||
12:00 | BMX BRÓS
BMX BRÓS sýna listir sínar á BMX hjólum við Sjóminjasafnið. |
||
12:00-14:00 | Bubbluboltar
Björgunarsveitin Björg verður með bubblubolta á Garðstúninu. |
||
12:00–14:00 | Heimboð í Garðshorn
Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir. |
||
13:00–14:30 | Diskótek fyrir yngri kynslóðina
DJ Sveppz sér um diskótek við Sjóminjasafnið. Nú taka allir fram dansskóna. |
||
14:00–16:00 | Tekið á móti gestum
Guðlaug Einarsdóttir og Jón Matthíasson á Túngötu 41 bjóða gestum heim til sín í spjall. Esther Helga Guðmundsdóttir í Einarshöfn 4 – Jakobsbænum opnar hús sitt fyrir gestum og gangandi. |
||
16:00-18:00 | Marþari
Ásta Villa Guðmundsdóttir á Kaldbak fremur gjörning á Vesturbryggjunni. |
||
16:00-17:00 | Fuglasöngur og annað kvak
Valgeir Guðjónsson skemmtir ungum og öldnum með fuglasöng og öðru kvaki í Eyrarbakkakirkju. |
||
20:15–21:30 | Blandaði Bakkakórinn
Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng í stássstofu Hússins. Húsið opnað kl. 20 – þeir sem fyrstir koma fá sæti! |
||
22:00 | Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp
Eiríkur Már Rúnarsson ávarpar gesti og hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu fram eftir kvöldi. |
||
23:00 | Rauða húsið
Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að syngja og spila. |
||
Tjaldsvæðið vestan þorpsins er opið – öll þægindi og nóg pláss. | |||
Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Versluninni Bakka, MS, Guðnabakaríi, Krás, Árhúsum Hellu, Bakkahestum, Ungmennafélagi Eyrarbakka og Björgunarsveitinni Björg. | |||
„Elskulegi | Eyrarbakki!“ |