Opnun á Vori í Árborg
Opnun á Vori í Árborg
Séropið verður á safninu frá föstudegi til sunnudags frá 12.00 -17.00 í tilefni af bæjarhátíðinni Vor í Árborg. Auk fastra sýninga safnsins er vert að skoða sýninguna Konur á vettvangi karla sem er í borðstofu Hússins. Tónlistarviðburður verður í stássstofunni á laugardaginn kl. 14.00 þegar Erna Mist og Magnús Thorlacius sem mynda tvíeykið Amber flytja tónlist sína.