Húsið tjargað og Assistentahúsið málað
Húsið tjargað og Assistentahúsið málað
Um þessar mundir vinna málarar frá Litalausnum að því að tjarga Húsið og mála Assistentahúsið. Nokkur ár eru liðin frá því Húsið var tjargað og Assistentahúsið var síðast málað 2009. Verkið hófst í lok júní og hafa Þorkell Ingi Þorkelsson löggiltur málarameistari og málarar hans unnið hörðum höndum að málningarvinnunni þegar veðurskilyrði hafa verið hagstæð. Er allt annað að sjá byggingarnar eftir yfirferð þessara ágætu handverksmanna.