Larry Spotted Crow Mann 9. sept. kl. 20
Larry Spotted Crow Mann 9. sept. kl. 20
Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki Nipmuc Indjána frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann er rithöfundur, skáld, sögumaður og trommari. Hann heldur fyrirlestra hvaðanæfa í heiminum, þar sem hann hvetur fólk til meðvitundar um stöðu Indjána og náttúrunnar. Hann er einnig þekkur fyrir að hjálpa ungum Indjánum til betra lífs eftir áfengis- og vímuefnavanda.
Larry gaf nýverið út bókina “The Mourning Road to Thanksgiving”, sem er saga sem segir af raunverulegum vanda Indjána í núverandi menningarheimi Bandaríkjanna.
Hann er nú á ferðalagi til Íslands og Grænlands til að kynna bók sína.
Hann á stutt stopp á Íslandi en mun halda 2 sagnakvöld á meðan dvöl hans stendur.
Í Húsinu á Eyrarbakka, Þriðjudaginn 9. september kl 19:30.
Í Art 67 á Laugavegi 67 í Reykjavík, Miðvikudaginn 10. September kl 19.30.
Með honum koma einnig fram dúettinn UniJon en þau munu leika nokkur lög af plötu sinni Morning Rain.
Enginn aðgangseyrir – en frjáls framlög eru vel þegin.
Þetta er fullkomið tækifæri til að eiga notalega kvöldstund í návist þessa áhugaverða listamanns.
Nánari upplýsingar um Larry Spotted Crow Mann má nálgast á heimasíðu
hans: http://www.whisperingbasket.com/
Nánari upplýsingar um viðburðinn og ferðir hans á Íslandi má nálgast hjá Unni Arndísar á uni@uni.is eða í síma 696-5867