Opið á Vori í Árborg
Opið á Vori í Árborg
Byggðasafn Árnesinga tekur sem áður þátt í menningarhátíðinni Vori í Árborg. Opið er í Húsinu og Sjóminjasafninu kl. 13-17 dagana 24.-27. apríl. Jafnframt opið hús í nýuppgerðum Kirkjubæ. Ratleikur er á laugardegi. Ókeypis aðgangur er að söfnunum þessa daga. Meðfylgjandi ljósmynd er af Kirkjubæ sem iðnaðarmenn hafa verið að gera upp síðustu mánuði. Þar verður sýning á híbýli alþýðufólks milli stríða. Stefnt er að opna Kirkjubæ til sýningar á næstu mánðum.