Byggðasafn Árnesinga fær styrki frá Safnaráði

Byggðasafn Árnesinga fær styrki frá Safnaráði

19/02/2025

Byggðasafn Árnesinga hlaut á dögunum þrjá verkefnastyrki frá Safnaráði að upphæð alls 3,9 milljónir króna. Styrkir til Byggðasafns Árnesinga eru til eflingar fræðslustarfs safnsins, endurbættrar miðlunar fyrir erlenda gesti og til sumarsýningar 2025 sem ber heitið „Yfir beljandi fljót“ og fjallar um samgöngur í Árnessýslu áður en kom að brúargerð yfir stórfljótin. Styrkirnir koma sér vel og færa aukinn kraft í starfsemi safnsins.

Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 14. febrúar við hátíðlega athöfn að viðstöddum góðum gestum. Logi Einarsson menningarráðherra ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum til 47 safna.

Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga tók við styrkjunum. Ljósm. Sunna Ben.

Nánar um styrkúthlutun Safnaráðs má sjá á www.safnarad.is.