Menningarmánuðurinn október í Byggðasafni Árnesinga

Menningarmánuðurinn október í Byggðasafni Árnesinga

26/09/2024

Í Byggðasafni Árnesinga verður ýmislegt í boði á Árborgarhátíðinni – Menningarmánuðinum október. Lokahóf sýningarinnar „Konurnar á Eyrarbakka“, ný töfrandi sýning í Sjóminjasafni, tónlist í stofu, ratleikur sem svíkur engan og svo verða spennandi viðburðir í varðveisluhúsi safnsins á Búðarstíg 22.

HÚSIÐ – KIRKJUBÆR – EGGJASKÚR – SJÓMINJASAFN

Safnið er opið alla sunnudaga í október kl. 13 – 17 og ókeypis aðgangur.

Konurnar á Eyrarbakka – sýning í borðstofu Hússins.

Gullspor – sýning í Sjóminjasafninu.

Ratleikur – í boði fyrir alla fjölskylduna og ýmislegt annað forvitnilegt.

Sunnudagur 29. september kl. 15-17: Lokahóf sýningarinnar „Konurnar á Eyrarbakka“. Stofusöngur, afleggjaraskipti, lesið í bolla, fróðleiksmolar, leiðsögn um sýninguna, kaffi, kruðerí og ýmislegt fleira.

Föstudagur 11. október kl. 20: Stofutónleikar í Húsinu á vegum menningarveislunnar „Tónlistin á Bakkanum“ undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Nánari dagskrá verður að finna á viðburðarsíðu Árborgar.

VARÐVEISLUHÚS BÚÐARSTÍG 22

Varðveisluhús safnsins er staðsett á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka og ókeypis er á alla viðburði sem verða í sal hússins.

Sunnudagur 6. október kl. 14: Opinn greiningardagur þar sem fólki býðst að koma með gull- og silfurgripi sína og láta sérfræðinga greina þá.

Laugardagur 12. október kl. 13: Málþing á vegum menningarveislunnar „Tónlistin á Bakkanum“ undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Nánari upplýsingar um dagskrá verður að finna á viðburðasíðu Árborgar.

Sunnudagur 20. október kl. 14: Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, fyrirlestur: „Um nýsköpun búhátta í sunnlenskum sveitum á fyrri hluta 20. aldar“.

Sunnudagur 27. október kl. 14: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, fyrirlestur: „Fátæki drengurinn sem varð alþingismaður“.