ÁR-67 gefinn Byggðasafni Árnesinga

ÁR-67 gefinn Byggðasafni Árnesinga

23/09/2024

Á stjórnarfundi Byggðasafns Árnesinga í ágúst kom Sigurður Óli Guðbjörnsson til fundarins á sögulegum fornbíl ÁR-67 sem eigendur hans hafa boðið safninu að gjöf. Samþykkti stjórnin að þiggja bílinn. Hann er oftast nefndur „Gistihúsbíllinn á Eyrarbakka“ og er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddíi. Þessi merka bifreið verður afhent safninu sumarið 2025. Á ljósmyndinni eru stjórn Byggðasafns Árnesinga, Árni Eiríksson, Sandra Sigurðardóttir formaður og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, safnstjórinn Lýður Pálsson og fulltrúi eigenda Sigurður Óli Guðbjörnsson. Aðrir eigendur eru María systir Sigurðar Óla og ekkja Erlings Ævarrs Kr. Jónssonar, Sigríður Dagný Ólafsdóttir. Erlingur og Guðbjörn Frímannsson keyptu bílinn 1975 , var hann gerður upp og fór aftur á götuna 1978. Kærar þakkir til gefenda.