Atvinna í boði
Atvinna í boði
Starf safnvarðar við Byggðasafn Árnesinga er laus til umsóknar. Tímabundin ráðning frá 1. febrúar til 31. desember 2013.
Um er að ræða fullt starf. Unnið er undir stjórn safnstjóra að faglegum störfum við safnið. Starfið fellst í móttöku hópa, leiðsögn, gæslu, skráningu, safnfræðslu fyrir skóla og ýmsu fleiru. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í námsgrein sem fellur að starfsemi safnsins og þekkingu á safnastarfi. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar gefur Lýður Pálsson safnstjóri í síma 891 7766. Upplýsingar um Byggðasafn Árnesinga má finna á heimasíðu safnsins www.husid.com
Umsóknir skal senda til Byggðasafns Árnesinga, Hafnarbrú 3, 820 Eyrarbakka eða á netfangið lydurp@husid.com. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2013.