Páskaopnun á safninu
Páskaopnun á safninu
Opið er í dymbilviku og frá skírdegi til annars í páskum kl. 13-17 í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ.
Í borðstofu er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið og fjallar um æsku og mótunarár Ásgríms Jónssonar okkar þekktasta listmálara sem fæddur var í Rútsstaða-Suðurkoti í Flóa árið 1876. Í Húsinu var Ásgrímur vikapiltur um tíma og þar eignaðist hann sína fyrstu vatnsliti. Þaðan fór hann fullviss um að hann ætlaði að verða málari. Ásgrímur starfaði að myndlist allan sinn starfsferil en hann lést árið 1858 og er grafreitur hans í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson.
Litríkt eggjaverkstæði opnar í einu útihúsi safnsins á skírdag. Gestir, ungir og gamlir, mega mála og skreyta hænuegg í tilefni páska. Smiðjan sem fær nafnið Páskaegg í lit er sjálfbær, allt efni er á staðnum og hún er opin alla páskahelgina 6. – 10. apríl á sama tíma og safnið.