Safnaráð úthlutar styrkjum
Safnaráð úthlutar styrkjum
Byggðasafn Árnesinga hlaut á dögunum verkefnastyrki frá Safnaráði í aðalúthlutun ársins 2023. Styrkirnir voru fjórir, einn til myndvæðingar í gagnagrunninn Sarp, annar til mótunar fræðslustefnu, sá þriðji til áhugaverðs verkefnis um Ásgrím Jónsson listmálara, Ásgrímsleiðarinnar í samstarfi við Listasafn Árnesinga, og sá fjórði var styrkur til eflingar varðveislu safnsins. Námu styrkirnir alls 4,8 milljónum króna og mun það fé koma sér vel. Á ljósmyndinni eru Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiparáðherra þegar styrkjunum var úthlutað í gær 13. febrúar.