Jónsmessuhátíð í blíðskaparveðri

Jónsmessuhátíð í blíðskaparveðri

22/06/2012

SongurVeðrið lék við gesti og gangandi á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka um síðustu helgi.  Dagskráin hófst með brúðuleikhúsinu við Sjóminjasafnið en síðan komu dagskrárliðirnir hver á eftir öðrum.  Íþróttaæfing var við Húsið á Eyrarbakka um miðjan daginn þar sem tugþrautarkempan Jón Arnar Magnússon sýndi að hann hefur engu gleymt.  Fjölmenni var í kílókeppninni við Sætún og Sæunn og Hörður tóku á móti fjölmörgum gestum í Götuhúsum.  Góð aðsókn var annarsstaðar.  Um kvöldið náði Jónsmessuhátíðin hámarki með fjölsóttri söngstund í Húsinu á Eyrarbakka þar sem þétt var setið í stássstofunni og Heimir Guðmundsson stýrði af röggsemi söng úr börkum viðstaddra.  Við bryggjuna var svo tendrað í báli eftir að Árni Valdemarsson  hafði flutt stutt ávarp og Bakka-bandið spilaði eins lengi og menn entust. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Jónsmessuhátíðinni á laugardaginn var.