Októberopnun
Októberopnun
Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opið um helgar í október og eftir samkomulagi. Opnunartíminn er kl. 13 til 17 laugardaga og sunnudaga. Í borðstofu er sýningin Missir. Opið er í Eggjaskúrinn og Kirkjubæ. Helgina 9.-10. október verður listasmiðja í Kirkjubæ undir stjórn Davíðs Arts Sigurðssonar og eru allir ungir sem aldnir hvattir til að líta þar inn. Sunnudaginn 31. október verður Linda Ásdísardóttir sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna Missi. Ókeypis er í safnið í október.