Hvað á húsið að heita?

Hvað á húsið að heita?

14/04/2021

Byggðasafn Árnesinga flytur á næstu vikum innri starfsemi sína í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka sem byggt var á tímabilinu 1970-1983 sem fiskvinnsluhús. Um langt skeið var þar rekin álpönnuverksmiðja en Byggðasafn Árnesinga keypti húsið árið 2019. Síðan þá hafa iðnaðarmenn verið að störfum og er verið að aðlaga húsið að þörfum safnsins. Í húsinu verður varðveisluaðstaða fyrir safnkostinn, vinnuaðstaða, skrifstofur starfsmanna og fjölnota sýningarsalur.  

Finna þarf húsinu þjált og gott heiti.  Við leitum nú til þín lesandi góður og biðjum um tillögu að heiti fyrir okkar nýju aðstöðu að Búðarstíg 22.  Senda má tillögu á netfangið info@byggdasafn.is ásamt rökstuðningi fyrir nafninu.

Byggingarnefnd Byggðasafns Árnesinga.