Safnfræðsla í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Safnfræðsla í Fjölbrautaskóla Suðurlands

05/03/2021

Starfsmenn Byggðasafns Árnesinga heimsóttu nemendur Ergo – Umhverfisfræði  í Fjölbrautaskóla Suðurlands á dögunum. Tilefni heimsóknarinnar var fræðsludagskrá sérsniðin að viðfangsefni nemendanna í áfanganum. Yfirskrift heimsóknarinnar var Saga hluta, saga mannkyns, saga jarðar. Nemendur fengu innsýn í sögu safna og tilgang þeirra fyrr og nú. Eins voru ýmsir safnmunir skoðaðir og settir í samhengi sem undirstrikaði smæð mannsins í hinu „stóra samhengi“ en jafnframt þau gífurlegu áhrif sem mannkynið hefur haft á jörðina á afar stuttum tíma. Nemendur unnu í framhaldinu verkefni um eigin föt, veltu fyrir sér uppruna og sögu textílsins og skráðu hann líkt og um eiginlegan safnmun væri að ræða. Það var verulega skemmtilegt að hitta þessa vösku krakka sem sannarlega eru að kljást við stórar spurningar á hverjum degi.

Verkefnið var styrkt af Safnaráði.