Hallar að hausti

Hallar að hausti

04/09/2020

Góð aðsókn hefur verið að söfnunum á Eyrarbakka, sérstaklega í júlímánuði. Gestir bæði innlendir og erlendir.

Í september verða Húsið, Eggjaskúrinn og Kirkjubær opin um helgar kl. 13-17. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Í borðstofu Hússins er sýningin um Agnesi Lunn dönsku myndlistarkonuna sem dvaldi mörg sumur í Húsinu í upphafi 20. aldar.