Bækur og bakkelsi – sýningarlok

Bækur og bakkelsi – sýningarlok

04/10/2019

Húsið á Eyrarbakka er opið  um helgina 5. og 6. október kl. 14 -17. Aðgangur ókeypis. Sýningin Bækur og bakkelsi er í borðstofu og verður brátt tekin niður þannig að nú eru síðustu forvöð að sjá þessa athyglisverðu sýningu.

Á sýningunni Bækur og bakkelsi eru handskrifaðar uppskriftarbækur í aðalhlutverki. Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Einnig er saga baksturs rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi er skoðuð. Uppskriftirnar á sýningunni voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana. Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga sem varðveitir einnig uppskriftabækurnar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands