Ljúf aðventa á safninu

Ljúf aðventa á safninu

08/11/2018

jól2018 fréttatilkynningFjölbreytt jóladagskrá og séropnanir verða á safninu á aðventu. Jólasýning safnsins opnar sunnudaginn 2. desember þar sem gömul jólatré skarta sínu fegursta. Sama dag verður skáldastund í stássstofu Hússins samkvæmt áralangri hefð og opin vinnusmiðja í músastigagerð verður í Kirkjubæ. Annan sunnudag í aðventu 9. desember heimsækir leikkonan Hera Fjord Húsið og les jólasögur fyrir börn og vinnusmiðja verður áfram opin í Kirkjubæ.  Síðustu helgi fyrir jól 15. – 16. desember verður opið báða daganna. Á laugardag syngja Lóurnar jólalög af alkunnri snilld og á sunnudag verða flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar. Þessa þrjá sunnudaga og einn laugardag verður safnið opið frá kl. 13 – 17 og aðventukaffi á boðstólum. Frítt verður á alla viðburði og  safnið sjálft.