Leiðsögn með Ástu Guðmundsdóttur á Hafsjó – Oceanus

ágú 4, 2022

Tvo sunnudaga í röð 14. og 21. ágúst verður Ásta Guðmundsdóttir sýningarstjóri með leiðsögn um sumarsýninguna Hafsjór – Oceanus. Þessi einstaka listasýning teygir sig um öll húsakynni byggðasafnsins og umhverfi þess. Sýningin samanstendur af verkum þeirra 20 listamanna sem tóku þátt í samnefndri listahátíð fyrr í sumar. Listafólkið kom víða að, frá Nepal, Suður Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Mauritius, Indlandi, Litháen, Póllandi, Frakklandi og Íslandi. Allir unnu með sögu og menningu svæðisins sem skilaði sér í viðamikilli sýningu sem vekur forvitni og eftirtekt. Ásta færir gesti frekar inn í þann undraheim.  

Frítt er á leiðsögnina sem hefst kl. 16 báða sunnudaganna. Verið velkomin.