Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

21/12/2015

bokaupplesturBókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Jóladagskrá safnsins sem féll niður á aðventunni vegna veðurs verður flutt á þriðjudagskvöldið 29. desember kl. 20.00

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í stássstofu Hússins. Anna Rósa Róbertsdóttir fjallar um bókina Vörubílstjórar á vegum úti en þar er rakin saga Mjölnis, félags vörubílstjóra. Einar Már Guðmundsson færir síðan gesti inn í allt aðra veröld í skáldsögunni Hundadagar og  Guðmundur Brynjólfsson les úr sinni spaugilegu hörmungarsögu Líkavöku. Yrsa Sigurðardóttir slær svo botninn í þessa beittu dagskrá með upplestri úr spennutryllinum Sogið.

Jólasýningin safnsins verður opin sama dag frá 16.00 – 20.00.